Um Nefndu

Nefndu varð til úr þeirri löngun til að endurvekja þá hlýju og notalegu tilfinningu sem fylgdi því þegar ömmur og langömmur sköpuðu flíkur sem lifðu með fjölskyldunni. Hugmyndin kviknaði þegar stofnandinn, Berglind, eignaðist sitt annað barn. Innblásturinn á rætur sínar að rekja til fjölskylduhefðar þar sem öll börnin voru skírð í sama kjólnum og amman handsaumaði nöfn allra barnabarna og barnabarnabarna sinna á kjólinn. Þessi hefð að skapa eitthvað varanlegt af kærleika varð grunnurinn að Nefndu.
Sængurverin okkar eru handsaumuð af litlu teymi í Evrópu úr 100% bómull, ofin með satín aðferð sem skapar silkimjúkt og öruggt efni fyrir viðkvæma húð barna. Nafnið er síðan sérsaumað á Íslandi, þannig að hvert sængurver verður einstakt.
Öll sængurver frá Nefndu bera OEKO-TEX® Standard 100 vottun, sem tryggir að þau séu laus við skaðleg efni.
Við leggjum áherslu á:
Gæði – aðeins gæða efni og vönduð vinnubrögð
Handverk – hvert stykki er unnið af natni
Öryggi – vottuð efni og velferð barna
Hvert sængurver frá Nefndu er ekki aðeins falleg gjöf, heldur hlý minning sem fylgir barninu frá fyrstu dögum þess.